Fréttir
  • Frétt á visi.is

Vefmyndavél Vegagerðarinnar til hjálpar

fastur bíll sást í vefmyndavél

7.4.2011

Ökumaður sem festi bíl sinn í snjó á Öxnadalsheiði í nótt hringdi í lögregluna til að fá aðstoð en átti erfitt með að átta sig á því hvar hann var. Lögreglan fann út úr því með því að líta á vefmyndavélar Vegagerðarinnar.

Áður en til þess kom að senda hjálp á staðinn kom flutningabíll að og aðstoðaði manninn. Sagt var frá þessu á Bylgjunni í morgun og á visi.is