Fréttir
  • Umferð um Héðinsfjarðargöng
  • Umferð um Héðinsfjarðargöng
  • Umferð um Héðinsfjarðargöng

Meiri umferð um Héðinsfjörð en reiknað var með

stefnir í töluvert meiri meðalumferð á ári en í hönnunarforsendum

30.3.2011

Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng í vetur hefur verið 382 bílar á sólarhring. Þetta er ríflega það sem hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir varðandi meðalumferð alls ársins. Meðalumferð að vetri er að öllu jöfnu minni en meðalumferð ársins. Reiknað var með 350 bíla umferð á dag að meðaltali allt árið (ÁDU) en miðað við spá fyrir árið má reikna með að umferðin gæti orðið 450 ÁDU árið 2011.  

Umferð um Múlagöng jókst um 20 prósent í nóvember og desember í fyrra.

Frá því að mælingar hófust 14. október 2010 og fram til 23. mars 2011 hefur meðalumferð um Héðinsfjarðargöng verið um 382 bílar/sólarhring.

Eftirfarandi meðalumferð hefur verð mæld um göngin:

Meðalumferð í nóvember 2010 var 381 bíll/sólarhring).

Meðalumferð í desember 2010 var 387 bílar/sólarhring).

Meðalumferð í janúar 2011 var 341 bíll/sólarhring).

Meðalumferð í febrúar 2011 var 391 bíll/sólarhring).

Sé meðalumferð í febrúar notuð til að spá fyrir um hver meðalumferð (ÁDU) út árið 2011 kemur í ljós að hún gæti hæglega orðið rúmlega 450 bílar/sólarhring.

Í hönnunarforsendum ganganna var gert ráð fyrir meðalumferð (ÁDU) um 350(bílum/sólarhring). Göngin virðast því ætla að standa undir væntingum og vel það, hvað magn umferðar varðar. En hafa ber allan fyrirvara á þar sem svo stutt er liðið af árinu og meðalumferð á mánuði um Héðinsfjörð er óþekkt fyrir heilt ár.

Sjá má á stöplaritinu (sjá mynd) má að jafnaði búast við mestri umferð um göngin á milli kl. 16:00 - 17:00. Þá má vænta að um 10% heildarumferðarinnar yfir sólarhringinn fari fram. Og frá kl. 13:00 til 18:00 fer um 45% allrar umferðar um göngin.

Sé til samanburðar skoðað hvaða áhrif þessi umferð hefur haft á Múlagöng, þegar árið 2009 er notað til samanburðar, kemur í ljós að á síðustu tveimur mánuðum ársins 2010 jókst umferð um Múlagöng um rúmlega 20% en 7%, þegar allt árið er skoðað.

Könnuð var fylgni klst. umferðar milli Héðinsfjarðarganga og Múlaganga frá 27. nóvember 2010 til 11. janúar 2011, kemur eftirfarandi í ljós mjög mikil fylgni milli ganganna (sjá mynd).

Meðalumferð um Múlagöng var 345 bílar/sólarhring og um Héðinsfjarðargöng var meðalumferðin 361bíll/sólarhring yfir samanburðartímabilið.