Fréttir
  • Rannóknarradstefna 2010

185 umsóknir um rannsóknastyrk bárust

þar af voru 89 verkefni styrkt

29.3.2011

Alls voru 89 rannsóknaverkefni af 185 sem sóttu um í rannsóknasjóð Vegagerðarinnar fyrir árið 2011 styrkt að þessu sinni. Sótt var um fyrir nærri 370 milljónir króna en einungis voru 128 milljónir króna til ráðstöfunar.

Styrkir voru frá 140 þúsund krónum upp í 4 milljónir. Af þessum 89 verkefnum eru tæplega helmingur (42) ný, en hitt eru flest framhaldsverkefni frá fyrra ári. Í fáeinum tilvikum er líka um að ræða verkefni sem fengið höfðu styrk 2010, en ekki hafist af ýmsum ástæðum.

Umsækjendur flokka umsóknirnar í einhvern af þeim fjórum flokkum sem rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í. Í mörgum tilvikum geta verkefni flokkast í fleiri en einn flokk, en val umsækjanda er látið ráða. Flest styrkt verkefni flokkast undir mannvirki, 46 talsins, þá kemur umhverfi, 21 verkefni, umferð, 15 verkefni og samfélag, 7 verkefni. 

Upplýsingar um flest verkefni sem fengu styrk 2011, má finna á vef Vegagerðarinnar, sjá hér.