Fréttir
  • Skrifað undir við KNH

Samið við KNH um Skálanes

vinna hefst í apríl

21.2.2011

Samið hefur verið við KNH ehf., Ísafirði um ný- og endurlögn um 2,6 kílómetra kafla á Vestafjarðavegi (60) um Skálanes í Gufudalssveit. KNH áttu lægsta boðið í verkið og hljóðaði það upp á tæplega 116 milljónir króna og nam 68 prósentum af áætluðum verktakakostnaði.

Samkvæmt verkáætlun hefst verkið þann 1. apríl og og lýkur í haust eða snemma vetrar nema hvað seinna lag klæðningar verður lagt sumarið 2012. 


Lýsing á verkinu úr útboðsgögnum:

Vestfjarðavegur (60) Kraká - Skálanes

Um er að ræða ný- og endurlögn Vestfjarðavegar (60) frá stöð 15100 vestan Krakár að stöð 17680 við slitlagsenda á vestanverðu Skálanesi í Gufudalssveit í Reykhólahreppi Lengd Vestfjarðavegar í þessu útboði er 2,58 km. Vestfjarðarvegur verður af vegtegund C8 samkvæmt veghönnunarreglum Vegagerðarinnar. Heimreiðar eru 0,55 km langar og túntengingar 0,23 km langar. Heimreiðar og túntengingar verða af vegtegund D. Verkinu er ekki skipt í áfanga.

Helstu magntölur eru:

- Fyllingar 115.500 m3

- Fláafleygar 84.500 m3

- Skeringar 200.500 m3

- Neðra burðarlag 13.400 m3

- Efra burðarlag 4.700 m3

- Tvöföld klæðing 21.100 m2

- Frágangur fláa 111.500 m2

- Efnisvinnsla 2.100 m3

Verktími

Verkið skal hefja samkvæmt samþykktri verkáætlun.

Útlögn neðra lags klæðingar skal lokið eigi síðar en 1. september 2011. Útlögn efra lags klæðingar má ekki hefja fyrr en þremur vikum eftir útlögn neðra lags klæðingar. Náist ekki að leggja út efra lag klæðingar fyrir 1. september 2011 skal fresta útlögn þess a.m.k. til 1. júní 2012. Útlögn efra lags klæðingar skal þó lokið í síðasta lagi 15. júlí 2012. Engar verðbætur verða greiddar þótt útlögn klæðingar frestist fram á árið 2012.

Ljúka skal öllum frágangi á fláum burðarlaga fyrir útlögn efra burðarlags. Ekki verður heimilt að vinna að frágangi fláa með vinnutækjum á vegyfirborði eftir að útlögn efra burðarlags er lokið.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2011 þó er heimilt að fresta útlögn efra lags klæðingar til 15. júlí 2012