Fréttir
  • Í Víkurskarði

Vaðlaheiðargöng tefja ekki aðrar framkvæmdir

Gerð ganganna er flýtiverk sem greiðist með veggjöldum

16.2.2011

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Vaðlaheiðargöng séu flýtiframkvæmd sem ekki verði að veruleika nema menn séu tilbúnir að greiða fyrir verkið með veggjöldum. Hann bætir við að forsenda þess að taka upp veggjöld með þessum hætti sé að framkvæmdin sé arðbær og að fjárfestingin skili sér til baka. Þetta kom fram í Fréttablaðinu á mánudag.

 

Ekki er andastaða við þetta meðal heimamanna fyrir norðan. Alþingi hefur einnig samþykkt lög sem gera það kleift að fara veggjaldaleiðina við breikkun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Þar hefur komið fram andstaða meðal sveitarstjórnarmanna sem komið hefur m.a. fram á fundi innanríkisráðuneytisins um þá framkvæmd. 

 

Umfjöllun Fréttablaðsins á mánudag (pdf)