Fréttir
  • Vindur mælingar

69 m/s í hviðum

vindhraðinn samkvæmt mæli Vegagerðarinnar í Hamarsfirði

6.1.2011

Á veðurmæli Vegagerðarinnar í Hamarsfirði sunnan Djúpavogs mældist mesti vindhraði í vindhviðu 69 metrar á sekúndu um kl 6 að morgni þriðjudagins 4. janúar. Í nokkra klukkutíma var vindhraðinn um og yfir 30 m/s og lá þá umferð niðri. 69 m/s jafngildi vindhraðanum í fellibyl af fjórða styrkleika af fimm.

Veðurstöðin var sett upp í haust og hefur sannað gildi sitt en það var heimamaðurinn og Vegagerðarmaðurinn Reynir Gunnarsson sem valdi staðsetninguna í ljós þess hvar veður væru verst við þjóðveginn.

Alltaf er haft samráð við heimamenn um staðsetningu , oftast þar sem umferðin verður fyrir hvað mestum veðurham/vindhviðum. Reynir Gunnarsson á Höfn var með það á hreinu hvar best væri að staðsetja stöðina, það hefur verið rétt mat hjá honum miðað við þær mælingar sem koma frá stöðinni. Samráð var einnig haft við veðurfræðing um staðsetninguna.

Einnig er veðurstöð við Hvalnes og ljósaskilti við Höfn og Djúpavog sem sýnir veðurmælingar frá stöðinni við Hvalnes. Ráðgert er að skipta þessum skiltum út fyrir tveggja línu ljósaskilti og sýna veðurmælingar frá báðum þessum stöðvum, þ.e.a.s. Hvalnesi og Hamarfirði. 

 

Þessa upplýsingar samanber myndina með fréttinni má sjá á vef Vegagerðarinnar og einnig myndina hér fyrir neðan sem sýnir hvernig umferðin datt niður meðan veðrið var hvað verst:

 

Umferð mælingar