Fréttir
  • Vegagerðin í Borgarnesi

Vegagerðin í 100 ár í Borgarnesi

Nýtt og glæsilegt líkan af Hvítarbrú til sýnis

20.12.2010

Á árinu 2010 eru liðin 100 ár frá því að landsverkfræðingur ákvað að í Borgarnesi skyldi vera miðstöð vegabóta í Borgarfjarðarhéraði. Þá tók jafnframt til starfa, Guðjón Bachmann, fyrsti fastráðni starfsmaður embættisins með aðsetur í Borgarnesi.

Af þessu tilefni efnir Vegagerðin í Borgarnesi til smá athafnar í Safnahúsi Borgarfjarðar að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi, þriðjudaginn 21. desember kl. 16.

Verður þar til sýnis í fyrsta skipti nýtt og glæsilegt líkan af Hvítárbrúnni.