Fréttir
  • Sigurliðið Garparnir

Vegagerðarmenn standa sig í krullu

Garparnir sem að uppistöðu eru vegagerðarmenn unnu Fálkana 9-8

15.12.2010

Þrír af fjórum meðlimum krulluliðsins Garparnir vinna hjá Vegagerðinni og því má tala um vegagerðarsigur þegar Garparnir lögðu Fálkana 9-8 í ævintýranlegum úrslitaleik bikarmóti krulludeildarinnar.

Í úrslitaleiknum leit lengst af út fyrir að Fálkarnir myndu vinna örugglega en af harðfylgi náðu Garparnir að jafna og fara þurfti í aukaumferð þar sem okkar menn fengu eina stigið og höfðu þar með sigur.

 

Sjá frétt á krulluvefnum.