Fréttir
  • Vefmyndavél Vegagerðarinnar

Fylgist með umferðinni

á sjö myndavélum á höfuðborgarsvæðinu

6.12.2010

Nú er hægt að fylgjast með umferðinni á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum sjö vefmyndavélar Vegagerðarinnar sem uppfæra sig á 15 sekúnda fresti. Alls eru vefmyndavélar að finna á 48 stöðum á vegakerfinu og nýtast vel til að sýna veður og færð.

Aðrar vefmyndavélar en þessar sjö á höfuðborgarsvæðinu uppfæra sig á lengra tímabíli, gjarnarn fimm til fímmtán mínútna bili.

Vefmyndavélarnar sem uppfæra sig fjórum sinnum á mínútu er að finna á Reykjanesbraut við Strandarheiði og Nónskarð, á Arnarneshæð á Hafnarfjarðarvegi og á Bústaðabrú þar sem sér til Kópavogs.

Vélarnar eru allar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar.

 

Myndin hér fyrir neðan er úr vél á Arnarneshæð og sést á stikunni í hægra horninu niðri hvernig vélin uppfærir myndina reglulega: 

Vefmyndavél Vegagerðarinnar

 

 

Þessi mynd hér fyrir neðan sýnir vélarnar sem uppfæra sig fjórum sinnum á mínútu:

Vefmyndavél Vegagerðarinnar

 

Hægt er að sjá þessar vélar á heimasíðu Vegagerðarinnar með því að smella á Íslandskortið á forsíðunni, vinstra megin á síðunni, þar er að finna allar vefmyndavélarnar á öllu landinu:

Vefmyndavél Vegagerðarinnar