Fréttir
  • Héðinsfjörður

Minni umferð um Héðinsfjarðargöng

minnkar eftir mikla umferð fyrstu helgarnar

30.11.2010

Smá saman dregur úr umferð í Héðinsfjarðargöngum. Frá 28. október til 21. nóvember 2010, hafa að meðaltali farið um 381 bíll/sólarhr. um bæði göngin. Skiptist þannig að 389 bílar/sólarhr hafa farið um Ólafsfjarðargöng (þ.e.a.s. þann hluta Héðinsfjarðarganga) en 375 bílar/sólarhr um Siglufjarðargöng (hinn hlutann). Teljari í miðjum Héðinsfirði mælir síðan u.þ.b. meðaltal þessara beggja þ.e 380 bílar/sólarhr.

Það vekur athygli að meðalumferð um Múlagöng er aftur á móti minnst, á sama tíma, eða 354 bílar/sólarhr. Meðalumferð um Múlagöng var 332 bílar/sólarhr fyrir sama tímabil árið 2009 eða einungis 6,6% undir núverandi meðalumferð. Álag á Múlagöng virðist því ekki vera aukast svo mikið sé miðað við þessar mælingar.

Auðvitað er hér um mjög stutt tímabil að ræða en lítill munur milli umferðartalna 2010 og 2009 um Múlagöng gætu gefið vísbendingar um að umferðin um Héðinsfjarðargöng sé að lang stærstum hluta milli bæjarkjarnanna tveggja Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Sé hins vegar horft á línurit fyrir umferð eftir dögum (sjá graf hér fyrir neðan), sést að mikil fylgni er milli umferðar um Héðinsfjörð og Múlagöng, þá mætti sömuleiðis draga þá ályktun að um sömu umferðina/ökutækin væri að ræða, þ.e. gegnumstreymisumferð um Ólafsfjörð. Gæti einnig verið að akstursmynstrið sé svipað þótt ekki sé um sömu umferð að ræða.

Klukkustundardreifingin (neðra grafið) er mjög svipuð milli talningastaða í Héðinsfjarðargöngum, enda um sömu umferðina að ræða. Að þessu sinni höfum við ekki klukkustundardreifingu um Múlagöng, því er ekki hægt að bera þær við hér. Verður hægt við næsta aflestur. Þá verður fróðlegt að sjá hvort umferðin um Múlagöng dreifir sér svipað yfir sólarhringinn og um Héðinsfjörðinn. Það ætti að gefa enn frekari vísbendingar um fylgnina milli Héðinsfjarðarganga og Múlaganga.

 

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817

 

Umferð um Héðinsfjörð

 

 

Umferð um Héðinsfjörð