Fréttir
  • Dagatal Roadex

Verðlaunamynd Viktors Arnars

átti bestu myndina í Roadex dagatalinu

16.11.2010

Mynd Viktors Arnars Ingólfssonar af Grafningsvegi efri var valinn á forsíðu dagatals Roadex verkefnisins. Myndir voru sendar frá fjölmörgum löndum og prýða sumar þeirra mánuði dagatalsins rétt eins og íslenska myndin gerir líka.

Verðlaun voru ekki af verra taginu og tengjast umsjónarmanni verkefnisins sem er Skoti.

Leitað var að myndum innan Vegagerðarinnar og vonuðust menn eftir því að koma mynd að í dagatalinu sjálfu þótt ekki hafi verið búist við því að Ísland myndi prýða forsíðuna. Það kom því skemmtilega á óvart.

ROADEX hófst árið 1988 og útlistast svo á heimasíðu verkefnisins:

"ROADEX began as a Pilot project whose aim was ”Creating an effective technical exchange & co-operation across the road districts of the European Northern Periphery”"

Verðlaunamyndin var kynnt á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar en þá var verðlaunahafinn að stöfum úti á landi. Hann tók því við verðlaununum úr hendi vegamálastjóra Hreins Haraldssonar á skrifstofu þess síðarnenda. Verðlaunin eru þriggja tunnu skoti sem er í uppáhaldi hjá Skotanum Ron Munro.

 

Dagatal Roadex

Viktor Arnar tekur við verðlaununum úr hendi vegamálastjóra.

 

Dagatal Roadex

Verðlaunamyndin.