Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna

Efniskröfur, hönnun, þungaálag, hrýfi, lífolía, fráreinar, hviður, votlendi, vistvænt, arðsemi, ferðavenjur í kreppu, jöklar og strengir Hörpunnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar haldin í níunda sinn.

2.11.2010

Það verður enginn skortur á áhugaverðum erindum á níundu rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður að vanda fyrsta föstudag í nóvember, sem í ár ber upp á 5. dag mánaðarins. Ráðstefnan er haldin á Reykjavík Hilton Nordica.

Fyrirsögnin er tekin úr nokkrum þeirra á þriðja tug erinda sem flutt verða á ráðstefnunni sem er kynning á hluta þeirra rannsóknarverkefna sem unnin eru á vegum þróunarsviðs Vegagerðarinnar. 

Kveðið er á í vegalögum að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.


Skráning á ráðstefnuna fer fram hér

(Skráningu lýkur kl. 15:00  4. nóvember 2010)

Dagskrá

08:00-09:00 Skráning


09:00-09:15 Setning (Þórir Ingason, Vegagerðin)
09:15-09:35 Leiðbeiningarit um efniskröfur og vinnsla steinefna til vegagerðar
(Hafdís Eygló Jónsdóttir og Gunnar Bjarnason, Vegagerðin)  (ágrip GBj)  (ágrip HEJ)
09:35-09:45 Leiðbeiningar um hönnun vega (Kristján Kristjánsson, Vegagerðin)  (ágrip)
09:45-10:00 Þungaálag reiknað út frá ferilgreiningu (Einar Pálsson, Vegagerðin)  (ágrip)
10:00-10:15 Rannsókn á þróun hrýfi (sléttleika) nýbygginga og festunar eldri vega
(Valgeir Steinn Kárason, Vegagerðin)  (ágrip)


10:15-10:45 Kaffi


10:45-11:00 NordFoU Performance Prediction Models (Sigurður Erlingsson, HÍ)
11:00-11:15 Roadex, vegir á norðurslóðum (Haraldur Sigursteinsson, Vegagerðin) (ágrip)
11:15-11:30 Malarslitlag, klæðing, malbik - samanburður á valkostum (Ingvi Árnason, Vegagerðin)
(ágrip)
11:30-11:45 Bindiefni til klæðinga (Sigursteinn Hjartarson, Vegagerðin)  (ágrip)
11:45-12:00 Umræður og fyrirspurnir


12:00-13:00 Matur


13:00-13:15 Hönnun þjóðvega í þéttbýli (Erna Bára Hreinsdóttir, Vegagerðin)  (ágrip)
13:15-13:30 Bifhjól, vegir og umferðaröryggi  (ágrip)
(Njáll Gunnlaugsson, Sniglar og Daníel Árnason, Vegagerðin)
13:30-13:45 Aðreinar og fráreinar - slysatíðni
(Þorsteinn R. Hermannsson og Grétar Þór Ævarsson, Mannviti)  (ágrip)
13:45-14:00 Ferðaveðurspá, vindhviður og aðrir veðurþættir sem hafa áhrif á umferð
(Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin)  (ágrip)
14:00-14:15 Loftslagsbreytingar og vegagerð (Skúli Þórðarson, Vegsýn)  (ágrip)
14:15-14:30 Votlendi og vegagerð   (ágrip)
(Hlynur Óskarsson, LbHÍ)
14:30-14:45 Vistvænar almenninssamgöngur í dreifbýli  (ágrip)
(Ingigerður Erlingsdóttir, Þróunarfélag Austurlands og Freyr Ingólfsson, Mannviti)


14:45-15:15 Kaffi


15:15-15:30 Sérakreinar strætisvagna á Höfðuborgarsvæðinu  (ágrip)
(Kristveig Sigurðardóttir, Almenna verkfræðistofan)
15:30-15:45 Skipulag á höfuðborgarsvæðinu, sjálfbærar samböngur  (ágrip)
(Harpa Stefánsdóttir, Arkitektúra og Hildigunnur Haraldsdóttir, Hús og skipulag)
15:45-16:00 Ferðavenjur eftir efnahagshrun (veturinn 2009-2010 og sumarið 2010)
(Bjarni Reynarsson, Landráð)  (ágrip)
16:00-16:15 Arðsemismat framkvæmda (Axel Hall, HR)
16:15-16:30 Jöklarannsóknir   (ágrip)
(Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Helgi Björnsson, Finnur Pálsson, Sverrir Guðmundsson, Eyjólfur Magnússon)
16:30-16:45 Þegar strengir Hörpunnar slitna (Ríkharður Kristjánsson, ÍAV)
16:45-17:00 Umræður og fyrirspurnir


 17:00- Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði Vegagerðarinnar