Fréttir
  • Lyngdalsheiðarvegur

"Vegagerðin er menningarstofnun"

Lyngdalsheiðarvegur formlega opnaður

18.10.2010

Föstudaginn 15. október opnaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Ögmundur Jónasson formlega Lyngdalsheiðarveg fyrir umferð ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastóra. Hann kallaði einnig sér til aðstoðar Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem skort hefði konur við klippingu á borða í Héðinsfirði, þar sem átta vegamálastjórar og samgönguráðherrar hefðu komið að verki. "Það var kallað herraklipping", sagði Ögmundur.

Í ræðu sinni í boði á Laugarvatni bætti ráðherra um betur og sagði að ræður vegamálastjóra við klippingar í haust hefðu opnað augu hans fyrir því að í raun væri Vegagerðin menningarstofnun.

Ögmundur Jónasson nefndi það í ræðunni að orð vegamálastóra að undanförnu um vegi, þá sem verið væri að opna, í fortíð og nútíð, tengslin við söguna, landið sem vegurinn færi um og fólkið í landinu hefðu opnað augu sín fyrir því að í raun væri Vegagerðin menningarstofnun. Það hefði komið sér á óvart að svo væri en að hann væri að læra marga nýja hluti í starfi sínu sem samgönguráðherra.

Lyngdalsheiðarvegur er um 15 km langur, auk nærri 2 km tengingu við gamla veginn og Laugarvatnshelli. Vegurinn leysir af hólmi Gjábakkaveg sem liggur töluvert ofar í landinu norðan hins nýja vegar. Nýji vegurinn verður ólíkt þeim gamla heilsársvegur og mun nýtast vel íbúum Bláskógabyggðar og ferðaþjónustunni.

Frekar um framkvæmdina.

 

Lyngdalsheiðarvegur

Lyngdalsheiðarvegur 1

Lyngdalsheiðarvegur

Lyngdalsheiðarvegur