Fréttir
  • Héðinsfjörður

Minni umferð um Múlagöng um helgina en á Fiskidaginn mikla

Nærri 9000 manns gera sér ferð til að skoða Héðinsfjarðargöngin

13.10.2010

Umferðin um nýliðna helgi um Múlagöngin var minni en hún var um göngin á Fiskidaginn mikla á Dalvík í ágúst. Umferð á Fiskidaginn mikla mældist 1770 bílar en á sunnudaginn 10. október sl. mældist umferðin 1438 bílar. Mesta umferð á klukkutíma var sú sama báðar helgar. 

 

Miðað við umferðateljara í nágrenni Héðinsfjarðarganga má reikna út að um 8600 manns hafi gert sér sérstaka ferð í október til að skoða göngin.

 

Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um þá miklu umferð sem átti að hafa farið um Múlagöng á sunnudaginn var, eða 10. október sl. (skv. frétt Fréttablaðsins) hefur Vegagerðin tekið saman klukkustundadreifingu yfir sólarhringinn 10. október sl. og til viðmiðunar hvernig umferðin dreifðist yfir sólarhringinn á Fiskidaginn mikla á Dalvík, þegar umferðin mældist hvað mest yfir sólarhringinn.

 

Eins og sést á meðfylgjandi stöplariti er toppklukkustundin sú sama á báðum þessum dögum eða 185(bílar/klst), nema 10. október verður hún milli 16:00 - 17:00 en á Fiskidaginn mikla verður toppklukkustundin milli kl. 17:00 - 18:00.

 

Múlagöng stöplar

 

Það þýðir, eins og einnig sést á stöplaritinu, þá að umferðin dreifist ekki jafn mikið þann 10. október eins og hún gerði á Fiskidaginn mikla. Tafir í Múlagöngum 10. október sl. eiga sér því aðrar skýringar en gríðarlega mikla umferð, enda hefur komið í ljós að akstur vinnuvéla um göngin tafði fyrir umferð. 

Til samanburðar má geta þess að toppklukkustundarumferð í Hvalfjarðargöngum árið 2009 var 1177 bílar/klst.

 

Almenningsnöf umferð 

 

 Austan Múlaganga umferð

 

 

Til frekari fróðleiks má geta sér til um hversu margir hafi lagt leið sína til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar gagngert, til að skoða Héðinsfjarðargöng, frá því að þau voru opnuð til og með síðustu helgar.

Ef göngin hefðu ekki verið til staðar segir þróun umferðar undanfarinna ára að reikna hefði mátt með svipaðri umferð í ár og árið 2009. Sé gengið út frá því, þá er mismunur á umferð árið 2009 og 2010 það umframmagn sem tilkomið er vegna nýju ganganna, sjá á meðfylgjandi línuritum.

Þetta felur í sér að mælingar sýna að aukalega komu og fóru 1300 bílar, vestanmegin, þ.e. í gegnum Strákagöngum, það gera 650 bílar aðra leiðina sem skv. reynslutölum Vegagerðarinnar, eru um 1700 manns.

Um 5300 bílar komu og fóru aukalega um Múlagöng eða um 2650 bílar, aðra leiðina, sem gera um 6900 manns.

Í allt má þá reikna með að um 8600 manns hafi komið komið aukalega gagngert til að skoða göngin í október.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817