Fréttir
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Borðaklipping í Héðinsfirði
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður
  • Héðinsfjörður

Héðinsfjarðargöng opnuð

hátíðleg stund í eyðifirði

3.10.2010

Stærsta einstaka verk í sögu vegagerðar á Íslandi var afhent Vegagerðinni 2. október í Héðinsfirði til afnota. Verktakarnir Metrostav og Háfell skiluðu af sér vel unnu verki sem Vegagerðin síðan opnaði fyrir almenna umferð. Á sama tíma innsigluðu íbúar Fjallabyggðar sameiningu svæðisins en sitt hvoru megin ganganna er að finna Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra klippti borðann sem markaði opnun ganganna ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra. Ögmundur fékk sér til aðstoðar fjóra fyrrverandi samgönguráðherra og tveir fyrrverandi vegamálastjórar aðstoðuðu Hrein.

Þetta sýnir kannski best þann tíma sem verið hefur verið í undirbúningi og framkvæmd. Göngin eru 11 km löng, í tveimur leggjum sem opnast í Héðinsfirði, Ólafsfjarðarleggurinn er 7,1 km en Siglufjarðarleggurinn 3,9 km.

Ögmundur fékk þá Kristján L. Möller, Sturlu Böðvarsson, Halldór Blöndal og Steingrím J. Sigfússon til að halda í borðann auk þeirra Jón Rögnvaldssonar og Helga Hallgrímssonar sem voru vegamálastjórar á undan Hreini.

Líklega voru milli 7 og 800 manns í Héðinsfirði að fylgjast með borðaklippingunni og hátíð sveitarfélagsins Fjallabyggðar í einstakri veðurblíðu.