Fréttir
  • Graf, akstur í mánuði

Miklu minni umferð í september

dregur hraðar úr umferð

1.10.2010

Umferðin í nýliðnum septembermánuði var tæplega fjórum prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan. Ekki hefur verið ekið minna á 16 talningarstöðum Vegagerðarinnar á Hringveginum síðan árið 2005.  

 

Frá áramótum hefur umferðin á þessum talningastöðum dregist sama um nærri fimm prósent. Umferðin dregst alls staða saman, mest á Suðurlandi eða um nærri níu prósent frá árinu 2009.

 

Það er vart orðið fréttnæmt að samdráttur sé í akstri á 16 mælipunktum á Hringvegi. Það vekur hins vegar athygli, í þetta sinn, þegar septembertölur eru skoðaðar, þessi mikli samdráttur á milli september 2009 og 2010 eða tæp 4 prósent. Þótt prósentuhlutfallið sé ekki hátt þá var septemberakstur, á síðasta ári, u.þ.b. sá sami og árið 2008, sem þýðir að ekki hefur verið minni umferð í september síðan árið 2005, sjá samantektartöflu og graf um ,,Heildarakstur í hverjum mánuði".

 

 

 

Samanburður

 

Samdráttur í akstri er á öllum landssvæðum, milli september-mánaða, ef undan er skilið Norðurland með 0,6 prósenta aukningu.

Frá áramótum er einnig um samdrátt að ræða, á öllum landssvæðum. Mest dregst umferðin saman á Suðurlandi eða 8,6%, en minnst á Norðurlandi eða 1,3%. Eins og sést á meðfylgjandi samantektartöflu er þetta langmesti samdráttur milli ára, frá áramótum, frá upphafi þessara athugana þ.e.a.s. frá árinu 2005.


Eins og sjá má á grafi um "Uppsafnaðan akstur" hefur heildarakstur frá áramótum tekið stefnuna, frá því að liggja mitt á milli áranna 2008 og 2006 yfir í að stefna nær árinu 2006. Eins og Vegagerðiin sagði til um, fyrr á þessu ári, gæti allt eins farið þannig að heildarakstur árið 2010 yrði svipaður og árið 2006, sem er hvorki meira né minna en 4 ára afturför í akstri.