Fréttir
  • Herjólfur

Landeyjahöfn lokuð

höfninni lokað eftir að Herjólfur snerti botn á háfjöru

28.9.2010

Landeyjahöfn var lokað í morgun 28. september. Eftir morgunferð Herjólfs var ljóst að höfnin væri ófær þar sem aukið efni hefur borist í mynni hafnarinnar. Dýpkunarskipið Perlan er til viðgerðar í Reykjavík og væntanlegt úr slipp í næstu viku. Ölduspá er ekki hagstæð og því ljóst að höfnin verður lokuð um sinn. Sjá vef Siglingastofnunar.

Herjólfur siglir í Þorlákshöfn þar til Landeyjahöfn verður opnuð á ný. Sjá áætlun Herjólfs.