Fréttir
  • Klippt á borða

Heimamenn fagna Bolungarvíkurgöngum

Ráðherrar og vegamálastjóri opnuðu göngin

26.9.2010

Heimamenn beggja vegna Bolungarvíkurganga fögnuðu ákaft við opnun ganganna laugardaginn 25. september ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Ögmundur Jónasson samgönguráðherra klippti á borðanna ástamt vegamálastjóra Hreini Haraldssyni og þótti Ögmundi rétt að fá einnig aðstoð Kristjáns L. Möllers forvera síns í starfi.

Opnunin markar þau tímamót að verktakinn Ósafl ehf. afhendir Vegagerðinni mannvirkið sem síðan opnar mannvirkið til notkunar fyrir almennig. Um leið og Ögmundur hafi klippt á borðann fögnuðu gestir ákaft og ljóst að það eru ekki margir íbúar á svæðinu sem munu sjá eftir Óshlíðarvegi sem gjarnan hefur verið kallaður hættulegasti vegarkafli á Íslandi.

Eftir að klippt var á borðann ók ráðherra fyrstur í gegn og fylgi forsetinn á hæla hans. Hnífsdalsmegin tókust síðan bæjarstjórar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar í hendur og opnuðu með aðstoð ráðherra fyrir umferð í þá áttina einnig. Flestir sem vettlingi gátu valdið óku síðan í gegnum göngin.

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga

 

Frá opnun Bolungarvíkurganga