Fréttir
  • Suðurlandsvegur skóflustunga ráðherra

Ráðherra sturtaði fyrsta hlassinu

breikkun Suðurlandsvegar hafin

22.9.2010

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra sturtaði fyrsta hlassinu fyrir nýja akbraut vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar í dag 22. september. Áður hafði Hannses Kristmundsson fært honum skóflu sem Ögmundur tók fyrstu skóflustunguna með og mun hann varðveita skófluna til hvatningar um að halda verkinu áfram.

Leyfilegur ökuhraði hefur verið lækkaður niður í 70 km á svæðinu þar sem stór ökutæki þurfa að þvera Suðurlandsveginn við afleggjarann við Bolaöldu. Vegfarendur eru beðnir um að aka með varúð og virða hraðatakmarkanir.

Lengd framkvæmdakaflans er um 6,5 km. Að vestan tengist vegkaflinn núverandi þriggja akreina vegi upp Lögbergsbrekku og að austan tengist vegurinn núverandi þriggja akreina vegi um Svínahraun. Um er að ræða tvöföldun á stærstum hluta kaflans en breikkun í þriggja akreina veg á hluta hans. Auk þess eru innifaldar í verkinu breytingar á núverandi vegamótum við Bláfjallaveg, Bola­ölduveg og við Litlu kaffistofuna. Þá skal gera undirgöng fyrir gangandi og ríðandi umferð vestan við Litlu kaffistofuna og breikka núverandi brú á Fóelluvötn á Sandskeiði.

Helstu magntölur eru:

Bergskering                             20.000 m3

Malbik                                  119.000 m2

Fyllingar og burðarlög          340.000  m3

Verkinu hefur verið skipt upp í tvo megin áfanga:

1. Að ljúka gerð nýrrar akbrautar skal að fullu lokið eigi síðar en 20. september  2011.

2. Að endurnýja núverandi akbraut með lagfæringu axla og öryggissvæðis ásamt heildaryfirlögn malbiks skal að fullu lokið eigi síðar en 20. júlí 2012.

Tilboðum í verkið var skilað 20. apríl sl. en vegna kærumála dróst samningagerð og var að lokum samið við Ingileif Jónsson ehf., sem átti fjórða lægsta tilboðið.

Verktaki er Ingileifur Jónsson ehf.

Samningur var undirritaður 20. ágúst 2010. Upphæð samnings er 642 m.kr., sem er um 85% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Utan við samninginn er uppsetning vegriðs á milli akbrauta og önnur efniskaup, umsjón og hönnun  verksins. Heildarkostnaður Vegagerðarinnar að meðtöldum áætluðum aukaverkum og verðbótum er áætlaður um 1.050 m.kr.

Í dag hefjast flutningar á möl úr Bolaöldunámu, sem er sunnan við Suðurlands­veg og þarf því að aka efninu þvert yfir núverandi veg. Verktaki hefur stillt upp umferðarmerkjum og m.a. tekið niður leyfilegan hámarkshraða í 70 km/klst. í samráði við lögregluyfirvöld sitt hvoru megin við þverunarleiðina. Það er mjög mikilvægt að vegfarendur virði lækkaðan hámarkshraða meðan á þessum malar­akstri stendur, en hraðalækkunin gildir á 1 km löngum kafla.

Áætlað er að vinna standi fram að jólum ef veður verður ekki óhagstætt.

 Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg

 

Framkvæmdir hefjast við Suðurlandsveg