Fréttir
  • Vígsla Landeyjahafnar

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn

dýpkun hefur gengið vel en Perlan mun halda verkinu áfram næstu daga

17.9.2010

Eftir dýptarmælingar í Landeyjahöfn síðdegis hefur verið ákveðið að siglingar hefjist þangað aftur samkvæmt útgefinni áætlun í fyrramálið, laugardaginn 18. september. Fyrsta brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 09:00 og frá Landeyjahöfn kl. 10:30.