Fréttir
  • Mánaðarleg umferð

Allsstaðar minni umferð nema vestan Hvolsvallar

dregur úr umferð á landinu öllu, mest á Suðurlandi og Austurlandi

1.9.2010

Útlit er fyrir að umferðin í ár geti orðið litlu meiri en hún var árið 2006 en fram til 2008 jókst umferðin nánast stöðugt á milli ára. Umferðin var mjög mikil í fyrrasumar, og hafði ekki áður verið meiri sumarmánuðina, en það endurtekur sig ekki núna í sumar.

Landeyjahöfn virðist hafa skilað aukinni umferð í nágrenni Hvolsvallar í ágúst.

Það dregur úr umferð á öllum 16 völdu talningastöðunum á Hringveginum, borin saman við árið 2009. Samdráttur varð á öllum mælipunktum fyrir utan einn. Sá er vestan Hvolsvallar og mælist 9,2 prósenta aukning á þeim stað. Reikna verður með að umferð um Landeyjahöfn orsaki þessa aukningu.

Þegar nær dregur höfuðborgarsvæðinu t.d. á mælipunktum á Hellisheiði þá virðist þessi aukning ekki nægja til aukningar á umferðarþyngri stöðum, því að á Hellisheiði mælist 10,6 prósenta samdráttur miðað við ágúst á síðasta ári, þrátt fyrir að Landeyjahöfn sé komin í notkun.

Eins og sést á meðfylgjandi töflu dregst umferð mest saman á Austurlandi eða um 9,4 prósent milli ágústmánaða en mesti samdráttur frá áramótum er um Suðurland eða um 8,7 prósent.

 

Samanburður

 

Minnst dregst umferð saman um Vesturland eða 0,6 prósent milli ágústmánaða og 1,5 prósent frá áramótum.

Höfuðborgarsvæðið mælist með 3,3 prósenta samdrátt milli ágústmánaða og 3,7 prósenta samdrátt frá áramótum.

Að sinni benda líkur til þess að heildarakstur á þjóðvegum landsins verði aðeins meiri en heildarakstur ársins 2006. Þannig að umferðarmagnið árið 2010 gæti orðið svipuð og fyrir tæpum 4 árum.

Sjá líka ítarefni.

 

Ath. umferðartölur fyrir árið 2010 eru órýndar, gætu því tekið breytingum við nánari skoðun Vegagerðarinnar þegar árið er gert upp.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817