Fréttir
  • Helgarumfeðin

Helgin 16.-18. júlí var umferðarmesta helgi sumarsins

umferðin síðustu helgi var minni en í byrjun júní

30.8.2010

 

Umferðin um nýliðna helgi varð mun minni en um helgina þar á undan eða sem nemur 4,4 prósentum. Óhætt er að lýsa því yfir að hinni eiginlegu sumarhelgarumferð er lokið. Helgarumferðin nú er komin undir það sem hún var í upphafi júní.

Helgin 16. - 18. júlí varð stærsta helgin árið 2010 eða um 3 prósentum stærri en sú næst stærsta, sem að þessu sinni var verslunarmannahelgin.

Athygli vekur hversu jafnar og stórar síðasta helgin í júní og tvær næstu helgar þar á eftir eru. Eru þessar helgar mjög svipaðar og verslunarmannahelgin að stærð. Sé horft til áranna 2008 og 2009 sést að verslunarmannahelgin varð óvenju stór þetta árið, borið saman við aðrar helgar sumarsins.

Fróðlegt verður að sjá hvernig næsta ár kemur út og svo hvort sumarumferðin sé í auknum mæli að færast á einn og sama mánuðinn þ.e.a.s. júlímánuð. Þetta mun einnig sjást betur þegar umferðin í ágústmánuði liggur fyrir á 16 völdum talningastöðum, nú í vikulokin.

Miðað við sömu helgi árið 2009 var umferðin nýliðna helgi 6,7% minni nú í ár. 7,8% samdráttur varð austur fyrir fjall en 5% í norður.

Þegar stóra stöplaritið er skoðað má sjá að helgarumferðin árið 2010, hefur ekki náð sömu hæðum og sumarið 2009. Reyndar er stærsta helgin 2010 (16. - 18. júlí) minni en stærsta helgin árið 2008, sem var sama helgin.

Meðalhelgarumferð fyrir sumarið 2010 varð 2,3% undir árinu 2009 en 0,9% yfir árinu 2008.

Talnaefni.

 

 

Ath. umferðartölur fyrir árið 2010 eru órýndar, gætu því tekið breytingum við nánari skoðun Vegagerðarinnar þegar árið er gert upp. (Teljari við Árvelli var bilaður á föstudegi, tölur því áætlaðar)

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817