Fréttir
  • Hlegarumferðin

Dregur hratt úr helgarumferðinni

Sjö prósentum minni umferð nú en um síðustu helgi

17.8.2010

Hratt dregur nú úr helgarumferðinni þegar sumri fer að halla sem er sama þróun og undanfarin ár. Umferðin um nýliðna helgi var sjö prósentum minni en um síðustu helgi.

En einnig var umferðin þessa helgi enn minni en umferðin um sömu helgi árið 2009 eða um 11 prósentum minni.

Frá miðjum júlí dregur stöðugt úr helgarumferðinni sé tekið mið af þeim 6 talningarstöðum sem notaðir eru í kringum höfuðborgarsvæðið og frekar hratt núna síðustu tvær helgar, samanber súluritið hér á síðunni. Sjö prósenta minni umferð um nýliðna helgi en helgina þar áður kemur ekki á mjög óvart og rúmlega 11 prósenta minni umferð en um sömu helgi árið 2009, skýrist af því að þá helgi var óvenju mikil umferð, sjá samanburðarsúlurit.

Samdráttur er á öllum mælipkunktum borið saman við síðasta ár. Umferðin dregst saman um 13 prósent austur fyrir fjall og níu prósent í norður, sjá meðfylgjandi töflu.

Búast má við áframhaldandi samdrætti í helgarumferð það sem eftir lifir af ágúst. Þó verður fróðlegt að sjá hvort umferðin aukist aftur í kringum menningarnótt, sem verður um næstu helgi.

Ath. umferðartölur fyrir árið 2010 eru órýndar, gætu því tekið breytingum við nánari skoðun Vegagerðarinnar þegar árið er gert upp.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817