Fréttir
  • Ráðherra klippir á borða

Landeyjahöfn tekin í notkun

reglubundnar siglingar hefjast 21. júlí

21.7.2010

Landeyjahöfn var tekin í notkun í gær 20. júlí við hátíðlega athöfn. Það var samgönguráðherra Kristján L. Möller sem klippti á borða við landganginn að lokinni fyrstu siglingu Herjólfs frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar.

Höfnin mun hafa gríðarlega miklar breytingar í för með sér bæði fyrir Eyjamenn og Rangæinga. Fjölbreyttir möguleikar opnast við það að sigling milli lands og Eyja styttist úr tæpum þremur tímum í um hálfa klukkustund. Fjölgun ferða úr tveimur á dag í allt að fimm reglulegar ferðir verður bylting fyrir samgöngur milli Vestmannaeyja og lands.

Ráðherra, siglingamálastjóri, vegamálastjóri og fleiri sigldu með Herjólfi í hans síðustu reglulegu ferð frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Þar bættust fjöldi Vestmannaeyinga við og aðrir gestir og sigldu með ferjunni fyrstu ferðina til Landeyjahafnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt fund um borð og fögnuðu menn þessum stóra áfanga.

Við komuna til lands klippti svo ráðherra á borða og opnaði mannvirkið. Til þess naut hann aðstoðar siglingamálastjóra, Hermanns Guðjónssonar, bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar og sveitarstjórans í Rangárþingi eystra, Ísólfs Gylfa Pálmasonar. 

Reglulegar siglingar hófust svo í dag 21. júlí og að sumri til siglir ferjan fjórar ferðir mánudaga, þriðjudaga og miðvikudag en fimm ferðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga.

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

 

 

 

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Ráðherra klippir á borða

 

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar

Vígsla Landeyjahafnar

 

Vígsla Landeyjahafnar