Fréttir
  • Á Dettifossvegi 6
  • Á Dettifossvegi 4
  • Á Dettifossvegi 8
  • Á Dettifossvegi 7
  • Á Dettifossvegi 3
  • Á Dettifossvegi 9
  • Á Dettifossvegi 2

Einfaldar lausnir bestar

verktakinn Árni Helgason finnur eina slíka

13.7.2010

Landslagið þar sem unnið er að lagningu nýs Dettifossvegar vestan Jökulsár á Fjöllum er sérstakt. Það er eyðilegt og þurrt. Því er nauðsynlegt að umgangast svæðið af virðingu þannig að vegagerðin valdi sem minnstri röskun.

Nauðsynlegt er að hafa góða fláa á vegum til að auka öryggið og að sama skapi nauðsynlegt að hafa þá snyrtilega. Þegar ekki er hægt að sá grasfræi til að breiða yfir verkið þarf að fara aðrar leiðir og verktakinn Árni Helgason sem leggur veginn fann einfalda og góða lausn á málinu.

Lausnin félst í því að hengja aftan á ýtunun sérútbúna keðjumottu sem jafnar út ýtuförin um leið og unnið er, eða þegar verkið er að klárast. Með þessu móti hverfa ýtuförin strax, fláinn líkist mjög öðru umhverfi og á einum vetri eða tveimur mun varla sjást misfella.

Þeir hjá Árna helgasyni fundu þessa snjöllu lausn og tóku sér til handargagns brynjur sem notaðar voru á hjólbarða hjólaskóflu og höfðu keðjurnar þar lokið sínu hlutverki, þeir útbjuggu síðan mottu úr brynjunum og hengdu aftan á ýtuna, geta lyft mottunni þegar ekki þarf að nota hana og látið síga til þess að breiða yfir síðustu ýtuförin. Einfalt og snjallt og útkoman mjög fín einsog sjá má á myndunum.

Á Dettifossvegi 8