Fréttir
  • Helgarumferðin

Svipuð helgarumferð í nágrenni Reykjavíkur

síðustu helgina í júní og fyrstu helgina í júlí

7.7.2010

Heldur minni umferð var í nágrenni höfuðborgarinnar síðustu helgina í júní miðað við sömu helgi fyrir ári síðan, umferðin fyrstu helgina í júlí var svipuð, sé tekið mið af sex talningarstöðum í nágrenni Reykjavíkur.

Fróðlegt verður að sjá hvort helgarumferðin í kringum höfuðborgarsvæðið muni hegða sér svipað og í fyrra, þ.e.a.s. haldist svipuð næstu tvær helgar og fari síðan minkandi.

Vegagerðin, hefur frá árinu 2008, birt umferðartölur eftir hverja helgi í kringum höfuðborgarsvæðið, frá síðustu helginni í júní til síðustu helgarinnar í ágúst. Ætlunin er að halda því áfram í sumar.

Hér má sjá hvernig tvær fyrstu helgar (sbr. áður) sumarsins 2010 koma út miðað við sumarið 2008 og 2009.

Fyrir síðustu helgina í júní var um talsverðan samdrátt í umferð, austur fyrir fjall meðan hún dalaði aðeins í norður frá höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir fyrstu helgina í júlí var um aukningu að ræða meðan umferð í norður dróst nokkuð saman.

Eins og sést á meðfylgjandi stöplariti eru mun meiri sveiflur, í umferðinni, tvær fyrstu helgarnar sumarið 2008 og 2009 miðað við árið 2010.

Svipuð umferð var nú milli síðustu helgarinnar í júní og fyrstu helgarinnar í júlí, þó aðeins minni um síðustu helgi.

Árið 2009 voru tvær næstu helgar svipaðar þeirri fyrstu, síðan fór hægt og rólega að draga úr helgarumferð.

Sjá talnaefni.