Fréttir
  • Litla kaffistofan

Útboðið í lagi: Kallað eftir gögnum frá fleiri verktökum

vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar

6.7.2010

Í kjölfar úrskurðar kærunefndar útboðsmála frá 5. júli þar sem felld er úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Vélaleigu AÞ ehf hefur verið ákveðið að kalla eftir frekari gögnum frá þremur verktökum til viðbótar eða þeim sem áttu fjórða til sjötta lægsta tilboð í verkið, Hringvegur (1), tvöföldun Fossvellir - Draugahlíðar, eða Lögbergsbrekka að Litlu kaffistofunni.

Vonast er til að það verk geti gengið hratt fyrir sig og fljótlega verði hægt að semja við verktaka sem stenst kröfur útboðsins um verkið. Ekki er um að ræða að bjóða þurfi verkið út að nýju enda ekki gerð athugasemd við útboðið sem slíkt heldur mat á því hvernig reikna skuli ársveltu síðustu þriggja ára.

Lægstbjóðandi Arnvarverk stóðst ekki kröfur, og nú hefur úrskurðarnefndin skorið úr um að það geri Vélaleiga AÞ ekki heldur gert. Einnig kemur fram í rökstuðningi úrskurðarnefndarinnar að Háfell, sem átti þriðja lægsta boðið hafi ekki átt gilt tilboð og uppfylli því ekki kröfur.