Fréttir
  • Rúta á ferð

Áætlunarakstur án styrkja - fundur

fundur með þeim sem áhuga hafa

1.7.2010

Nýlega auglýsti Vegagerðin og samgönguráðuneytið eftir upplýsingum um aðila sem hefðu áhuga á því að taka að sér reglubundinn áætlunarakstur á Íslandi án styrkja.

Nú hefur verið ákveðið að halda fund til að upplýsa um stöðu mála og einnig til skoðanaskipta með þeim rekstraraðilum sem kunna að hafa áhuga á slíkum akstri. 

Fundurinn verður haldinn í fundarsal „Mótorskála“ í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni 7, miðvikudaginn 7. júlí nk. og hefst kl. 13.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.    Stefnumótun í almenningssamgöngum.

2.    Reglur EES og breytingar á lögum um fólks- og farmflutninga nr. 73/2001.

3.    Önnur mál.

 

Sjá einnig auglýsinguna um undirbúning útboðs vegna sérleyfisaksturs.