Fréttir
  • Varmahlíð

Ráðuneytið úrskurðar um frestum

fresta ber aðalskipulagi Skagafjarðar vegna færslu Hringvegar

28.6.2010

Það er niðurstaða umhverfisráðuneytisins að fresta beri staðfestingu hluta aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjaðar hvað varðar legu Hringvegar á um 15 km kafla sem er nærri Varmahlíð.

Ráðuneytið tekur undir sjónarmið Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar í þessu sambandi og beinir þeim tilmælum til sveitarfélagins og Vegagerðarinnar að leitað verði leiða til að finna lausn á því hvar vegurinn geti legið. En um er að ræða 6 km styttingu á Hringveginum og aukið umferðaröryggi en sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þjónustu og verslunar.

Skipulagsstofnun hafði lagt til við umhverfisráðherra að hluta skipulagsins yrði frestað vegna óska Vegagerðarinnar um nýja legu Hringvegarins.

Sjá úrskurðinn í heild sinni.