Fréttir
  • Akureyri

Meiri umferð í kringum Bíladaga

umferðin var meiri í ár en í fyrra

23.6.2010

Vegagerðin hefur tekið saman umferðartölur vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri helgina 19. - 20. júní.

Í ljós kemur að umferðin í vikunni jókst um 8,5 prósent sé borið saman við sömu viku árið 2009. (Þar sem 17. júní er í vikunni var ákveðið að taka vikuna alla borna saman við sömu viku árið 2009).

Viðmiðunarstaður var Hringvegur í Kræklingahlíð, norðan við Akureyri.

Sjá töflu:

Bíladagar tafla

 

Meðfylgjandi súlurit sýnir hvernig umferðin skiptist á vikudaga eftir akreinum bæði árin.

Bíladagar súlurit