Fréttir
  • Umferðin í maí - Graf

Enn dregur úr umferð

umferðin í maí mánuði dregst saman um 3,5 prósent

4.6.2010

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á hringveginum er 3,5 prósentum minni í maí 2010 en hún var í sama mánuði í fyrra. Umferðin fyrstu fimm mánuði ársins hefur dregist saman um svipað eða 3,3 prósent.

 

Mest dregst umferðin saman á Suðurlandi og Austurlandi en minnst á Norðurlandi. Umferðin er nú farin að nálgast það sem hún var árin 2005 og 2006. Í fyrra tók umferðin mikinn kipp yfir sumarmánuðina og það á þá eftir að koma í ljós hvort það endurtaki sig í sumar.

 

 

Sjá ítarefni.

 

Á samanburðartöflunni má sjá breytingarnar allt frá árinu 2005.

 

 

Samanburðartafla 

 

Athugið að um er að ræða órýnd gögn sem gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð, því birt með fyrirvara.

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1817