Fréttir
  • Eiði - Þverá

Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, drög að tillögu að matsáætlun

26.5.2010

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í sveitarfélögunum Reykhólahreppi og Vesturbyggð.

Núverandi vegur er 24,2 km langur en nýr vegur verður 19,1 eða 16,1 km langur, háð leiðarvali í Mjóafirði. Skoðaðar hafa verið tvær leiðir, veglína A og veglína B í Mjóafirði. Nýlagning vegna veglínu A er 8,8 km en nýlagning vegna veglínu B er 8 km.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vefnum, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur eða til 7. júní 2010. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri.

Drög að tillögu að matsáætlun

Teikning 1
Teikning 2
Teikning 3, 1 af 4
Teikning 3, 2 af 4
Teikning 3, 3 af 4
Teikning 3, 4 af 4