Fréttir
  • Verðlaunaafhendingin

NVF heiðrar félaga

Norræna vegasambandið (NVF) veitir heiðursverðlaun

11.5.2010

Á fundi slitlagsnefndar Norræna vegasambandsins (NVF) sem haldinn var í Reykjavík 26. apríl voru þeim Sigursteini Hjartarsyni og Vali Guðmundssyni afhentir svanir, heiðursverðlaun sambandsins.

Sigursteinn og Valur hafa báðir starfað árum saman í nefndinni og á tímabili leiddu þeir starf hennar og brydduðu upp á ýmsum nýjungum, meðal annars útgáfu Grænbókar um malbik. Sjá á heimasíðu sambandsins www.nvfnorden.org

Um heiðursverðlaunin Svaninn segir í 10. grein laga Norræna vegasambandsins: Nordiskt vägforums hederspris kan tilldelas en person som på ett förtjänstfullt sätt främjat förbundets ändamål eller verksamhet. Beslut om tilldelande av hederspris fattas av respektive avdelningsstyrelse.

Á fundi slitslagsnefndarinanr fengu þeir Sigursteinn og Valur afhenta Svanina en Valur starfaði með nefndinni frá 1982 til 2008 eða í 26 ár. Sigursteinn hefur starfað með nefndinni í 33 ár eða síðan 1977.

Árið 1992 varð Valur formaður Íslandsdeildarinnar og Sigursteinn ritari. Þeir voru leiðandi formaður og ritari tímabilið 2000-2004 og komu þá fram með hugmyndina um að fjalla um asfalt í umhverfislegu samhengi en það leiddi til útgáfu „Asfaltens Gröna Bok“.

Þrír Íslendingar hafa áður fengið Svaninn. Þeir eru: Rögnvaldur Jónsson (2007), Stefán Hermannsson (2004) og Ingi Ú Magnússon (1995). Fimm Íslendingar hafa verið kjörnir heiðursfélagar NVF Jón Rögnvaldsson (2008), Helgi Hallgrímsson (2003), Snæbjörn Jónasson (1992), Gústaf E. Pálsson (1973) og Geir Zoëga (1958). Heimild: www.nvfnorden.org og Framkvæmdafréttir nr. 513