Fréttir
  • Þórsmerkurvegur

Líklega auðvelt að gera jeppafæran veg í Þórsmörk

eftir að gosi lýkur

6.5.2010

Vegagerðarmenn hafa kannað veginn inn í Þórsmörk svo sem möguleg er og talið er að það verði ekki stórmál að gera veginn akfæran jeppum og stærri bílum eftir að gosi lýkur. Aðstæður voru skoðaðar 4. maí.

Ítrekað er að vegurinn er lokaður allri umferð þótt hann sé orðinn akfær allt að Langanesi.

Það er búið að gera keyra í hvörf í Langanesi (Akstaðaá er á Langanesi), þangað er því orðið fært þótt vegurinn sé lokaður allri umferð sem stendur. Það þarf síðan að gera við veginn með jarðýtu á um 4 km kafla inn að Gígjökli og þar af á einum km sem er alveg horfinn. Þar þarf að fara með veginn ofar í landið.

Þegar hætta að koma gusur úr Gígjöklinum og þegar gosinu lýkur er ekki talið mikið mál að halda áfram og gera akfæran veg alla leið inn í Þórsmörk.

.

.

.

 

 

Þórsmerkurvegur

 

Þórsmerkurvegur

Þórsmerkurvegur

 

Þórsmerkurvegur