Fréttir
  • Þjóðvegir í þéttbýli

Þjóðvegir í þéttbýli - Leiðbeiningar

28.4.2010

Með þessum leiðbeiningum setur Vegagerðin fram helstu forsendur og viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við skipulag og hönnun þjóðvega í þéttbýli.

Leiðbeiningarnar eru grunnur að samræmdum vinnubrögðum innan Vegagerðarinnar og gerir samvinnu Vegagerðarinnar við sveitarfélög og ráðgjafa markvissari.

Leiðbeiningarnar voru unnar fyrir fé úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Erna Bára Hreinsdóttir og Baldur Grétarsson frá Veghönnunardeild Vegagerðarinnar unnu verkið í samvinnu við verkfræðistofurnar Verkís og Mannvit. Drög að leiðbeiningunum voru rýnd af hópi starfsmanna Vegagerðarinnar

Þjóðvegir í þéttbýli