Fréttir
  • Opnun tilboða í Suðurlandsveg

Arnarverk ehf. með lægsta tilboð

tilboð í fyrsta áfanga Suðurlandsvegar opnuð

20.4.2010

Alls bárust 15 tilboð í áfanga að breikkun Suðurlandsvegar, tvöföldun og breikkun Hringvegar frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku, ofan við Lækjarbotna, að Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna.

Arnarverk ehf, Kópavogi átti lægsta boð rúmlega 606 milljónir króna sem er um 81 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Næstlægst var Vélaleiga AÞ, ehf og síðan Háfell ehf.

Áætlaður verktakakostnaður er einungis hluti af kostnaði við verkið, við bætist til dæmis eftirlit og umsjón, malbik og víravegrið þannig að heildarkostnaður verður töluvert hærri.

Sjá frekari upplýsingar á vefnum.