Fréttir
  • Markarfljót 19. apríl

Vegurinn í Þórsmörk ófær

vegurinn bæði lokaður og ófær

20.4.2010

Vegurinn inn í Þórsmörk er algerlega ófær af völdum flóðsins í Markarfljóti og vegna drullu og eðju sem komið hefur út Gígjölkinum. Ekki er að öðru leiti vitað nákvæmlega hversu miklar skemmdir eru á veginum.

Gert var við skemmdir sem urðu á veginum (Þórsmerkurvegi) við gömlu brúna yfir Markarfljót. Þannig að vegurinn er fær og í góðu lagi frá Hringveginum að gömlu brúnni, en fljótlega þar fyrir innan er hann ófær.

Þetta er hættusvæði og öll umferð er óheimil.

.

 

 

.

Markarfljót 19. apríl