Fréttir
  • Markarfljot 16. april

Viðgerð á Hringvegi við Markarfljót lokið

fara þarf varlega, ekki komið bundið slitlag

18.4.2010

Viðgerð á Hringvegi við nýju brúna yfir Markarfljót lauk siðdegis í dag 18. apríl. Þótt því sé lokið verður ekki opnað fyrir almenna umferð fyrr en almannavarnir og lögregla heimila það, sem er háð hættuástandi og aðstæðum á hverjum tíma. Það er einnig i höndum vettvangstjórnar að færa neyðarumferðina af gömlu brúnni á þá nýju.

Ekki verður að sinni gengið endanlega frá yfirborði vegarins og akstur um þennan kafla þarfnast sérstakrar varúðar.

Með opnun Hringvegarins um Markarfljót verður aflétt þungatakmörkunum sem nú eru vegna gömlu brúarinnar, en ítrekað skal að allir flutningar verða eins og önnur umferð háð heimild vettvangsstjórnar á svæðinu.