Fréttir
  • Markarfljót 15. apríl

Unnið að viðgerðum á varnargörðum

fyrst þarf að lagfæra varnar- og leiðargarða áður en viðgerðir á vegi hefjast

16.4.2010

Vegagerðin vinnur nú að því að lagfæra varnargarðinn fyrir austan nýju Markarfljótsbrúna, vestan við Seljalandsfoss, og leiðargarðinn austan við brúna. Ætlunin er að ná tökum á vatnsrennslinu og beina því undir brúna svo gera megi við veginn að austanverðu.

Ljóst er því að vegurinn verður ekki opnaður alveg á næstunni. Einnig er fylgst með frekari flóðum í ánni sem gætu tafið þetta verk. Gamla brúin yfir Markarfljót er fær minni bílum en er ekki opin fyrir almenna umferð.

Sjá kort með yfirliti yfir skemmdir af völdum flóðanna (Pdf-skjal, stækkanleg mynd).