Fréttir
  • Opnun tilboða í Vesturlandsveg

ÍAV með lægsta boð í tvöföldun Vesturlandsvegar

tilboð ÍAV var 76 prósent af áætluðum verktakakostnaði

7.4.2010

Íslenskir aðalverktakar áttu lægst tilboðið í tvöföldun Vesturlandsvegar Hringavegar (1), Hafravatnsvegur - Þingvallavegur. Boðið hljóðaði upp á tæpar 257 milljónir króna og var innan við 300 þúsund krónum lægra en næsta boð.

Boðið var tæplega 76 prósent af áætluðum verktakakostnaði en auk ÍAV hf buðu lægst Loftorka Reykjavík ehf. og Háfell ehf. Munaði ekki miklu á þessum þremur en Háfell bauð 258,6 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður var reiknaður 339 milljónir króna.

Sjá frekar um verkið og lista yfir bjóðendur.


Gísli Gíslason opnaði tilboðið með aðstoð Ernu B. Guðmundsdóttur.


Opnun tilboða í Vesturlandsveg

 

Opnun tilboða í Vesturlandsveg

 

Stöð 2 ræðir við lægstbjóðanda.

Opnun tilboða í Vesturlandsveg