Fréttir
  • Umferðin jan-mars

Minni umferð 2010 þrátt fyrir aukningu í mars

umferð meiri í mars í ár en í fyrra

7.4.2010

Umferðin einsog hún er mæld á 16 völdum veggarköflum á Hringvegi var nokkuð meiri í marsmánuði 2010 en hún var í mars í fyrra. Sú aukning dugir þó ekki til að breyta því að umferðin fyrstu þrjá mánuði ársins er nokkuð minni en fyrstu þrjá mánuði ársins 2009.

Páskar skekkja samabburðin á milli ára fyrri hluta árs en telja má að til dæmis hafi umferð aukist vegna gossins á Fimmvörðuhálsi.

Athygli vekur mikil aukning aksturs milli marsmánaða 2010 og 2009 á Norður- og Austurlandi. Hugsanleg skýring fyrir Norðurland er skíðaferðir en ferðir að gosinu að austan því akstur eykst um tæp 30 prósent milli mánaða á Hvalsnesi í Lóni. Páskaumferðin gæti verið að spila þarna inn í þar sem páskarnir voru snemma í apríl í ár og umferð þeirra vegna að einhverju leiti hafin í lok mars en það kemur þá jafnt fram á öllum stöðum.

Sjá tölur og línurit.

Samanlagður akstur á öllum teljurum gefur rúmlega 4 prósenta hækkun og kann það að skýrast af gosinu í Fimmvörðuhálsi samanber hækkun á Suðurlandi, Páskarnir snemma í apríl í ár þ.a.l. lendir einhver páskaumferð í mars og síðan aukin aðsókn á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. 

 

 

 

Samanburður

 

Vegna töflu hér að ofan þá skal þess getið að páskar voru:

2005 Mars: 24. mars – 28. mars

2006 Apríl: 13. apríl – 17. apríl.

2007 Apríl: 5. apríl – 9. apríl.

2008 Mars: 20. mars – 24. mars.

2009 Apríl: 9. apríl – 13. apríl.

2010 Apríl: 1. apríl – 5. apríl.