Fréttir
  • Jökulsá á Breiðamerkursandi

Skoðun ehf. með lægsta tilboð í rofvörn Jökulsár á Breiðamerkursandi

tilboðið rétt ríflega helmingur af verktakakostnaði

24.3.2010

Tilboð í rofvörn í farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi voru opnuð hjá Vegagerðinni 23. mars. Skoðun ehf., Hafnarfirði átti lægsta tilboðið og nam það 50,6 prósentum af áætluðum verktakakostnaði.

Alls bárust 17 tilboð í verkið og fór ekkert þeirra yfir verktakakostnaðinn sem var áætlaður tæpar 42 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið kom frá Myllunni ehf., Egilsstöðum og var ríflega 57 prósent af verktakakostnaði.

Verkinu á að vera að fullu lokið 15. júní 2010. Yfirlit yfir verkið og bjóðendur.