Fréttir
  • Hrun í Hvalnesskriðum við Kambanes

Hrun í Hvalnesskriðum við Kambanes - myndir

20 til 40 tonna grjót hrundi á og yfir veginn

19.3.2010

Stór björg hrundu á og yfir veginn í Hvalnesskriðum við Kambanes á leiðinni á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar 12. mars og aftur 17. mars. Fyrri daginn hrundi 40 tonna grjót sem fór yfir veginn og skemmdi hann og vegriðið. Minna grjót hafnaði á veginum en lokaði honum ekki.

Seinni daginn hrundi um 20 tonna bjarg á veginn og lokaði honum, þurfti að fleyga grjótið til að fjarlægja það. Ekki er talin hætta á frekara hruni þar sem ekki er að sjá að grjót sé laust í fjallinu þar sem hrunið átti upptök sín.

Föstudaginn 12. mars varð nokkuð mikið hrun í Hvalnesskriðum við Kambanes. Fóru steinar yfir veginn og var sá stærsti um 15 m3 og ein 40 tonn. Einn steinn stöðvaðist á veginum en vegurinn lokaðist ekki. Holur komu í veginn og göt á klæðingu sem Vegagerðarmenn löguðu fljótt. Vegrið skemmdist á um 50 m kafla.

Á miðvikudagsmorgun 17. mars hrundi svo aftur og stór steinn stöðvaðist á veginum og lokaði honum smá stund meðan verið var að hnika honum til svo umferðin kæmist fram hjá. Sá steinn var um 8 m3 eða um 20 tonn og þurfti að fleyga hann til þess að tæki réðu við að koma honum út af veginum.

Vegagerðarmenn könnuðu aðstæður á hrunstaðnum í skriðunum og telja að ekki sé ástæða til að óttast frekara hrun. Það er ekki að sjá laust grjót eða björg þar sem hrunið átti upptök sín.

Hér má sjá bjargið sem hrundi 17, mars og lokaði veginum um tíma.

Myndir frá Páli Baldurssyni sveitarstjóra Breiðdalshrepps

bjarg á veginum

Bjarg á veginum

 

Myndir eftir hrunið 12. mars, hér sést vel hversu illa vegriðið hefur farið.

Myndir frá Vegagerðinni

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

 

Geilin milli fjalls og vegar tók við nokkrum hluta af hruninu þótt hún dygði ekki á stærsta grjótið.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

 

Hér sést eitt af stóru grjótunum sem fór yfir veginn.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

 

Klettabeltið þar sem hrunið átti upptök sín.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

 

Sýnishorn af Austfjarðaþokunni sveipar grjótið og dælduðu vegriðinu dulúð.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum