Fréttir
  • Snjómokstursreglur, forsíða bæklings

Snjómokstursreglur og þjónustuflokkar

Bæklingur um vetrarþjónustu á þjóðvegum

15.2.2010

Vetrarþjónustan á þjóðvegum, bæklingur fyrir árið 2010 er kominn út. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um vetrarþjónustuna, snjómokstursreglur, þjónustuflokka, eða hvenær og hvar þjónustað er og hversu mikil þjónustan er.

Hægt er að nálgast bæklinginn hér á vefnum, á bensínstöðvum, hjá ferðaþjónustuaðilum og hjá Vegagerðinni. Einnig er hægt að senda tölvupóst á umferd@vegagerdin.is og óska eftir því að fá bæklinginn sendan í póst.

Bæklingurinn ósamanbrotinn.

Unnið er að dreifingu hans þessa dagana en hentugt getur verið fyrir vegfarendur að eiga eintak í hanskahólfinu.