Fréttir
  • Fánaborg Vegagerðar

Umsóknarfrestur runninn út

Frestur til að sækja um fjárveitingu úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar runninn út

10.2.2010

Frestur til að sækja um fjárveitingu úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2010, rann út að kvöldi 3. febrúar 2010. Umsækjendur eiga að hafa fengið sendan tölvupóst til staðfestingar á móttöku umsókna og að hún verði tekin til athugunar og svör berist í tölvupósti þegar ákvörðun liggur fyrir. [Ath. Telji einhver sig hafa sent inn umsókn, án þess að hafa fengið slíkt svar er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Þórir Ingason (thorir.ingason@vegagerdin.is)]

Enn voru slegin met í upphæð umsókna og er heildarupphæð tæplegar fjórfalt hærri en sú upphæð sem til ráðstöfunar er úr sjóðnum. Rannsóknaráð Vegagerðarinnar mun nú fara yfir umsóknirnar og stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir um mánaðarmótin febrúar/mars næstkomandi.