Fréttir
  • Umferðin í janúar 2005 - 2010

Minni umferð í janúar 2010 en 2009

umferðin í janúar 2010 samt nokkuð meiri en árið 2007

2.2.2010

Talsvert minni umferð var í nýliðnum janúar en á sama tíma í fyrra. Umferðin á 16 talningarstöðum á Hringvegi var ríflega 3 prósentum minni.

Mest dróst umferðin saman á Suðurlandi en hún jókst hinsvegar á Norður- og Austurlandi. Umferðin í janúar í fyrra var meiri en hún var 2008 sem þá mældist með örlítið meiri umferð en árið 2007. Janúarumferðin hefur því ekki dregist saman á liðnum árum fyrr en nú á árinu 2010.

Umferðin á Suðurlandi minnkaði á milli janúarmánaðanna um -5,6 %. Samdráttur er einnig mikill á höfuðborgarsvæðinu eða -3,6%. Heldur minni samdráttur er á Vesturlandi eða -1,4%. Umferðin eykst, aftur á móti, á Norður- og Austurlandi eða um 4,0% og 1,3%.

Á sama tíma í fyrra jókst umferð milli ára á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðinu um 11,3% og 1,2 en dróst saman á Austur- og Norðurlandi um -13,2% og -1,8, sjá nánar í töflunni hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar (pdf)

 

Samanburður

 

 

Tölurnar eru órýndar og því birtar með fyrirvara um hugsanlegar leiðréttingar

Nánari upplýsingar veitir Friðleifur Ingi Brynjarsson í síma 522-1817 eða í fib@vegagerdin.is