Fréttir
  • Ólafsfjarðarvegur sunnan dalvíkur

Vetrarþjónustan - breyttar reglur

nýjar snjómokstursreglur tóku gildi um áramót

19.1.2010

Nýjar reglur í vetrarþjónustu Vegagerðarinnar tóku gildi nú um áramótin. Breytingarnar má kynna sér með því að smella á hnapp á forsíðunni: Vetrarþjónustan 2010.

Þær helstu frá fyrri reglum er að nú er þjónustan á sumum fáfarnari vegum degi skemmri á viku en áður og styttist þjónustan mögulega einnig hina dagana. Einnig má kynna sér þessar breytingar sem og færð og ástand vega með því að hringja í þjónustusímann 1777.