Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum

Meira ekið 2009 en 2008

umferð jókst í fyrra en var samt minni en 2007

6.1.2010

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Umferðin var hinsvegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu.

Umferðin í nýliðnum desember var um 5 prósentum meiri en í sama mánuði árið 2008. Árið einkennist þó af mikilli umferð yfir sumarmánuðina og var umferðin þá töluvert meiri en metárið 2007.

 

Samkvæmt meðfylgjandi töflu þá hefur akstur aukist milli áranna 2008 og 2009 um 2,2 prósent.

 

 

Samanburður á milli ára

 

Samkvæmt meðfylgjandi súluriti er heildarakstur á árinu 2009 þó aðeins undir árinu 2007 eða 0,4 prósentum minni. Þannig að enn gæti verið bið í að toppárinu 2007 verði náð.

Akstur eykst á öllum landsvæðum utan Höfuðborgarsvæðis, en þar virðist akstur dragast saman um tæpt 1 prósent. Mest eykst aksturinn á Austurlandi eða um rúm 10 prósent. Vekur það nokkra athygli eftir sambærilegan samdrátt á síðast ári.

Á árinu 2009 virðast Suðurland, Norðurland og Austurland hafa endurheimt samdrátt í akstri milli áranna 2007 og 2008. Eins og komið hefur fram þá dregst akstur saman á Höfuðborgarsvæðinu og Vesturland á nokkuð í land með að endurheimta þann samdrátt sem varð milli áranna 2007 og 2008.

Athugið að  þessi gögn eru birt með fyrirvara þar sem um er að ræða órýnd gögn sem gætu breyst við endanlega yfirferð Vegagerðarinnar, síðar á árinu.

 

Ítarlegri upplýsingar

 

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur Ingi Brynjarsson verkefnastjóri,

fib@vegagerdin.is sími 522-1817