Fréttir
  • Vegur um vetur - snjór

Vetrarakstur
- nokkur góð ráð

ýmis ráð sem gott er að hafa í huga í akstri að vetri til

2.12.2009

Þjónustudeild Vegagerðarinnar gaf út fyrir nokkrum árum á vefnum leiðbeiningar um vetrarakstur sem eru enn í góðu gildi. Það er mikilvægt að ökumenn aki alltaf eftir aðstæðum því þrátt fyrir hálkuvarnir og snjómokstur má eiga á ýmsu von að vetri til.

Rétt er einnig að hafa í huga að reglur Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu breytast um áramótin og verður þjónustan að miklu leiti svipuð og hún var árið 2006. Þjónustan verður færri daga á fáfarnari leiðum og sá tími sem vegirnir eru þjónustaðir styttist að kvöldi til. Ökumenn eru hvattir til að kynna sér þessar breytingar með því að smella á hnappinn hér til hliðar um Vetrarþjónustuna 2010.