Fréttir
  • Frá Vestfjarðavegi (60)

Vestfjarðavegur (60) í umhverfismat skv. úrskurði ráðherra

vegurinn á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði

1.12.2009

Umhverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um að kaflinn á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á Vestfjarðavegi (60) skuli háður mati á umhverfisáhrifum.

Í niðurstöðu ráðherra segir m.a.: "Rétt er að benda á að ekki er nauðsynlegt að framkvæmdir muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif heldur er nægilegt að þær kunni að hafa þau. Hvað hugsanleg umhverfisáhrif hinnar kærðu framkvæmdar áhrærir vísast sérstaklega til umfangs og stærðar framkvæmdanna,"

Úrskurður umhverfisráðherra.

Vegagerðin, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur kærðu niðurstöðu skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra 28. apríl og 4. maí 2009.